Meðferð persónu upplýsinga
Iceland Skincare hefur sett sér stefnu varðandi meðferð persónuupplýsinga til að tryggja að félagið fari eftir lögum um persónuvernd og meðhöndlun persónugreinanlegra gagna. Starfsmenn okkar eru skuldbundnir til að fara með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og fá reglulega þjálfun í gagnavernd og gagnaöryggi auk þess sem kerfin okkar eru stillt á þannig að gögnin eru örugg. Hér á eftir útskýrum við hvernig við verndum gögnin þín og hvaða þýðingu það hefur fyrir þig.
Fyrirspurnir
Allar fyrirspurnir varðandi persónuvernd má senda á netfangið icelandskincare@gmail.com
Vefkökur
Vefkökur (e: „cookies“) eru litlar textaskrár sem margar vefsíður nota, þar á meðal okkar. Vefkökur eru búnar til þegar þú heimsækir vefsíðurnar og netþjónninn okkar setur þær á harða diskinn þinn. Kökurnar okkar innihalda ekki persónuupplýsingar og aðrar vefsíður geta ekki lesið upplýsingar sem eru geymdar í kökum frá okkur. Að auki geta aðeins okkar netþjónar lesið kökurnar frá okkur en ekki annarra vefsíðna.
Flestir vafrar eru stilltir á að taka sjálfvirkt við kökum. Viljir þú ekki njóta ávinningsins af kökum getur þú afvirkjað þennan eiginleika í vafranum þínum. Þú getur líka skoðað vefsíðuna okkar án þess að nota kökur, en það getur takmarkað suma eiginleika.
Kökur eru yfirleitt notaðar til þess að notandi þurfi ekki að slá inn notendanafn eða lykilorð eða breyta stillingum í hvert sinn sem hann heimsækir vefsíðu sem hann hefur áður skráð sig inn á.
Hægt er að breyta öryggisstillingum á flestum netvöfrum þannig að þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er hægt að eyða kökum með einföldum hætti.
Upplýsingar á heimasíðu Microsoft um hvernig hægt er að eyða kökum er hægt að finna hér og hér er hægt að finna hvernig þú eyðir kökum í Chrome.
Vefmælingar
Iceland Skincare notar Google Analytics til vefmælinga á vefjum sínum. Við hverja komu inn á vefinn okkar eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Þessar upplýsingar má nota við endurbætur á vefnum og þróun hans, t.d. um það efni sem notendur sækjast mest eftir o.fl. Engar tilraunir eru eða verða gerðar til að komast yfir frekari upplýsingar um hverja komu eða tengja saman við persónugreinanlegar upplýsingar.
Áframsending persónugreinanlegra gagna til þriðja aðila
Iceland Skincare deilir ekki persónugreinanlegum gögnum um þig til þriðja aðila. Við skuldbindum okkur til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og munum ekki miðla á nokkurn hátt upplýsingum sem skráðar hafa verið í ofangreindum tilgangi til þriðja aðila án þín samþykkis eða í kjölfar dómsúrskurðar.
Með notkun okkar á Google Analytics sendum við hins vegar frá okkur ópersónugreinanleg aðgangsgögn, þ.e. hvenær síðan var heimsótt, hversu lengi og hvaðan og þess háttar er greint fyrir tölulegar upplýsingar. Þetta notum við svo til að betrumbæta vefinn okkar. Lesa má nánar um Google Analytics hér.
Afturköllunarréttur
Þú hefur rétt á að afturkalla samþykki þitt fyrir notkun Lindey ehf á persónuupplýsingum þínum.
Þú getur hvenær sem er farið fram á að Lindey ehf breyti, hætti að nota eða eyði persónugreinanlegum gögnum um þig.
Ef þú ert skráður notandi, bjóðum við þér að skoða persónugreinanlegu gögnin þín sjálfur og eyða þeim eða breyta að vild, en þú getur einnig haft samband við okkur. Við viljum þó taka það fram að við eyðum ekki gögnum án þess að fá það staðfest að þú ert þú.
Hlekkir
Vefsíðurnar okkar geta innihaldið hlekki á aðrar vefsíður. Þótt við gerum okkar ítrasta til að athuga þessa beinu hlekki, berum við ekki ábyrgð á efni vefsíðanna sem við hlekkjum á. Að auki berum við enga ábyrgð á efni vefsíðna sem hlekkja á okkar vefsíðu.
SSL skilríki
Vefir okkar eru með SSL skilríki til að gera samskipti og gagnaflutning í gegnum þá öruggari.
SSL skilríki veita vörn fyrir svokölluðum „millimannsárásum“, en með þeim geta óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum síðuna, eins og t.d. lykilorð eða greiðslu- og bankaupplýsingar. Með skilríkjunum eru upplýsingar sem sendar eru milli notenda vefmiðlara dulkóðaðar, og gögnin sem flutt eru á milli skila sér á réttan stað, á öruggan máta.
Takmarkanir
Iceland Skincare áskilur sér rétt til að breyta þessum reglum um gagnavernd hvenær sem er í samræmi við ákvæði gagnaverndarlaga. Við breytingu þá þarft þú að samþykkja skilmálana aftur.
When you log in, we will also set up several cookies to save your login information and your screen display choices. Login cookies last for two days, and screen options cookies last for a year. If you select „Remember Me“, your login will persist for two weeks. If you log out of your account, the login cookies will be removed.
If you edit or publish an article, an additional cookie will be saved in your browser. This cookie includes no personal data and simply indicates the post ID of the article you just edited. It expires after 1 day.
Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun Iceland Skincare á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.